Skoða Gestabók Skrifa Í Gestabók

Saturday, June 10, 2006 

Brosad i gegnum tárin...

Vid erum ad fara fra Heredia... a EFTIR!!!!

Vid forum til Puerto Viejo og gistum tar a finasta hoteli. Kallinn sem var med umsjon med hotelinu vildi koma akvednum bodskap a framfaeri, og her med veitum vid honum hjalparhond: stoppum ofbeldi!

Pafinn mun koma til Mid Ameriku. Kallinn aetlar ser ad verda foringi Gorillanna i Kolumbiu, hann aetlar ad dila vid pafann og teir i sameiningu munu stoppa ofbeldi. Bandarikin munu haetta ad bogga Kolumbiu.

Toffari? Jahá, hann var tad!

Eftir Puerto Viejo forum vid svo til Panama. Gistum a storskemmtilegu farfuglaheimili tar sem vid kynntumst fullt af folki alls stadar ad og fengum smjortefinn af bakpokastemningunni... Panama var aedi ut i gegn og gudirnir gretu tegar vid forum tadan.

Nu er bara ad drifa sig ut i solina og kvedja allt og alla i sidasta sinn...

En ta er tad bara New York!!

Sjaumst i vikulok

Saturday, June 03, 2006 

Eintom hamingja....Panama, here we come...:D

JEIJ! Nu er glatt a hjalla hja okkur stollum....
Vorum ad leggja lokahond a skyrsluna okkar og bunar ad senda hana til allra adila...jeij jeij jeij!! Ef vid faum ekki 10 fyrir tessa vinnu, ta veit eg ekki hvad....;) hehhehe

Allavega, a morgun forum vid til PUERTO VIEJO sem er strandarbaer vid Karabiskahafid :D Tar aetlum vid stollur ad eyda morgundeginum ad gera ekki neitt nema sleikja solina med taernar upp i loftid...:D Planid er ad vera tar i einn til tvo daga adur en vid skellum okkur til PANAMA :)

Enginn timi til ad blogga, allt of mikid ad gerast enda turfum vid ad njota timans sem vid hofum eftir i botn tar sem tad er allt of stutt i ad aevintyrinu fer ad ljuka......
Sendum ykkur Risa solskinsbros hedan fra Mid-Amerikunni....Munid ad vera god vid hvort annad...:D
Adios...
Eva og Olga

Thursday, June 01, 2006 

Montezuma; himnaríki eða helvíti...?!?!

hm....já, við skelltum okkur sem sagt til Montezuma síðustu helgi með danska vininum okkar honum Allan. Montezuma er sem sagt týpískur ferðamannastaður sem allir bandaríkjamenn sem koma til Costa Rica fara á. Veðrið þarna er frábært, strendurnar enn betri og næturlífið í takti við það.
Við ákváðum að gista á farfuglaheimili alveg við ströndina. Kosturinn við að gista á svona farfuglaheimilum er sá að maður kynnist fullt af allskonar fólki sem er allir eiga það sameiginlegt að elska að ferðast. Á þessu farfuglaheimili kynntumst við þessum svaka hressu strákum frá Nýja Sjálandi sem ákváðu að skella sér til Mið-Ameríku til þess að surfa og njóta lífsins. Þessir gaurar voru allir í kringum þrítugt, með síða dreddlokka og gerðu lítið annað heldur en að reykja maríjúana. Ég held að ég og Olga höfum sjaldan verið eins guffalegar eins og þarna og algjörlega úr takti við umhverfið. Hinsvegar var þetta mjög forvitnilegt og við skemmtum okkur konunglega.....

Tekið frá staðnum sem við gistum á...

Allavega, á laugardeginum ákváðum við að skella okkur til Tortuga sem er eyja rétt hjá staðnum þar sem við eyddum deginum í að snorkla, borða góðan mat og sleikja sólina. Hinsvegar var heppnin ekki beint með mér. Því miður voru ekki til nægilegar litlar froskalappir á mig þannig ég þurfti að nota eitthvað algjört drasl, sem meiddu mig í þokkabót. Fyrir ykkur sem hafið aldrei snorklað áður, þá skiptir það öllu máli að hrækja ofan í gleraugun sem maður notar til þess að koma í veg fyrir að móða myndist. Það skipti hinsvegar engu máli hvað ég hrækti mikið í gleraugun mín, aldrei sá ég út úr þeim, þannig á meðan Olga og Allan skemmtu sér kostulega að skoða allskonar fiska og önnur kvikindi í öllum regnbogans litum, spriklaði ég í kringum þau, hrækjandi frá mér allt slef.... En jæja...gott að þau skemmtu sér.....


Staðurinn sem "við" snorkluðum við...

Um kvöldið tók síðan við þetta svaka strandarpartý þar sem við stöllur stigum "trylltan" víkinga/papa dans öllum til mikilla (ó)ánægju.....heheh

Montezuma er þekkt fyrir náttúrufegurð sína og þá sérstaklega röð fossa sem enginn má víst missa af. Við ákváðum að slá til og skella okkur að skoða þessa fossa, þar sem gangan átti einungis að taka um 15 mín. Þegar við lögðum af stað óraði okkur ekki fyrir hvað koma skyldi.....
Við tók eitt rosalegasta og erfiðasta kletta/leðju/trjáklifur sem ég hef á ævi minni gengið í gegnum. Stígurinn upp að fossinum, ef stíg mætti kalla, lá upp um holt og hæðir þar sem maður mátti þakka guði fyrir að komast lifandi í burtu, sökum mikilla hæðar, leðju og sleipu. Eftir að við loksins komumst á áfangastað, rennandi sveitt og nánast buguð sáum við að þessi svokölluðu "fossar" voru ekki meiri heldur en smá lækjasprænur sem maður getur séð út um allt á Íslandi. Það var ekki laust við að maður hafi fundið fyrir smá gremju þegar maður hugsaði út í þá staðreynd að maður hafði ekki misst af neinu hefði maður orðið eftir á ströndinni og notið sólarinnar.
Þetta er fyrsti "fossinn sem við förum upp að...
Hinsvegar þegar við snérum við þá fyrst byrjuðu vandræðin okkar.....Skórnir mínir voru svo svakalega sleipir að það var nánast óbærilegt að ganga í leðjunni. Í þokkabót þá er ég ekki lítið lofthrædd þannig við getum sagt sem svo að ég fór mjög hægt yfir, Allan til mikillar gremju. Hinsvegar þegar við vorum rétt lögð af stað niður hæðina slitnuðu skórnir mínir þannig mín þurfti gjöra svo vel að labba á tánum yfir steina, grjót og ár! -Ekki batnaði skapið við það!!

Ekki flaug ég á hausinn í mesta brattanum þannig mín var orðin nokkuð kotroskin með hæfileikan að standa í lappirnar þrátt fyrir mikið mótlæti, ja...en ef til vill of kotroskin...!! þegar mín var að labba á jafnsléttu, fóru fæturnir undan mér og ég datt kylliflöt ofan í leðjupoll!!! Ég held ég hafi sjaldan verið jafn pirruð á ævi minni og ekki laust að Olga hafi orðið hálf hrædd þegar ég gjörsamlega missti mig! öll sú uppsafnaða reiði og gremja kom saman í eitt svaka reiðiöskur þar sem ég blótaði þessum #$%& lækjasprænum í sand og ösku!!

Hérna sjáið þið aðra mynd af bununni...

Þegar við loksins komum aftur í bæinn, ég haltrandi eins og skakklappi, drulluskítug upp fyrir haus, þá vorum við næstum of sein að taka rútuna til baka. Við rétt náðum að skola af okkur mesta skítin áður en við hlupum út til þess að ná rútunni.
Við hinsvegar þurftum að skella okkur í hraðbanka til þess að taka út fyrir rútumiðanum, en því miður þá virkaði ekki eini hraðbankinn á svæðinu og enginn búðareigandi var tilbúinn að renna kortinu okkar í gegn! Sem betur fer komumst við þó með rútunni til næsta bæjar eftir að hafa notað okkar alla persónutöfra og brosað okkar blíðasta brosi til bílsstjórans. Þegar í næsta bæ var komið virkaði ekki heldur sá eini banki sem var á svæðinu!!! HVAÐ ER AÐ?!??!
Þannig við þurftum að fá lánað til þess að borga í ferju sem fer á milli flóans og yfir til Puntarenas. Þar þurftum við enn og aftur blikka nýjan rútubílsstjóra sem gerði gott betur og fór af leið til þess að redda okkur stöllum og skutlaði okkur niður í miðbæ til þess að redda pening....!
Í rútunni sat ég síðan við hliðina á Allan þar sem hann lýsti ánægju sinni að hafa farið í þessa ferð, þar sem þetta var besta ferðin sem hann hefur farið í, í þá 4 mánuði sem hann hefur verið hérna!!! Þar sem ég sat við hliðina á honum, drulluskítug, með ónýtar fætur og hálfbuguð eftir þessa ferð, þá gat ég ekki verið meira ósammála. Hinsvegar er maður farinn núna að sjá spaugilegu hliðina á þessu öllu saman.....:)


Það verður nú að viðurkennast að þetta er pínu flott....:) Allavega allt er gott sem endar vel, sérstaklega þar sem ég held ég hafi hækkað um 2 cm sökum mikils sigg á fótum! ojojoj!

Allavega, nú sitjum við gellur á bókasafninu hérna í CINPE að leggja lokahönd á skýrsluna okkar. Við ætlum að klára hana á morgun og síðan skella okkur í ca 5 daga ferðalag áður en við höldum af stað til New York. Spurningin er annað hvort að skella sér til Panama eða Guanacaste að sleikja sólina...:D
Þannig hver veit hvenær við heyrumst næst....
Við allavega sendum ykkur öllum kveðjur og vonandi hafiði það sem best...:)
-Eva og Olga :)

Friday, May 26, 2006 

Skyndiákvarðanir og Monteverde...

Jæja, tími til kominn að setja eitthvað inn um okkar frábæru ferð til Monteverde sem við fórum síðustu helgi. Síðasta föstudag vorum við heima að vinna og var planið að vera heima alla helgina. Hinsvegar leiddist okkur frekar þar sem efnið var ekki beint að heilla okkur þannig við ákváðum að skella okkur til Monteverde þar sem við vorum búnar að heyra að væri alveg magnaður staður. Þetta er sem sagt verndaður skógur sem samanstendur af tveimur þjóðgörðum. Við vorum búnar að heyra að þarna væri hægt að fara í besta canopy túr í öllu landinu þannig það var alltaf á planinu að fara þangað. Eins og alltaf var þetta algjör skyndiákvörðun og þurftum því að henda öllu ofan í tösku og bruna af stað til þess að ná rútunni frá San José.

Við vorum þó með nokkrar áhyggjur því við komum á staðinn eftir myrkur og höfðum enga gistingu eða hugmynd um hvar væri hægt að fá slíka. Við þurftum hinsvegar ekki að hafa neinar áhyggjur því þegar við komum tók á móti okkur skari af fólki með allskonar gylliboð um frábæra gistingu. Við ákváðum að ákveða ekki neitt strax, tókum bæklinga frá öllum og ætluðum að fara yfir þetta í rólegheitum. Hinsvegar varð einn maðurinn eftir og undirbauð öll hin hótelin þannig við gistum á frábærum stað fyrir einungis $5 á nóttina! Vorum með heitt vatn og alles sem var algjör lúxus.

Á laugardeginum ákváðum við stöllur að skella okkur í Canopy túr þar sem maður flýgur um loftin blá í gegnum skógin á tilgerðum vírum og sér skóginn með augum fuglanna. Þetta var alveg mögnuð ferð og skemmtum við okkur konunglega þó maður hafði verið á köflum nánast að pissa í buxurnar af hræðslu.

Bara magnað útsýni!!


Eins og sést á myndinni var Olga algjör prófessjónal, það er eins og hún hafi ekki gert neitt annað allt sitt líf :)

Hinsvegar var ein óvænt uppákoma þegar túrinn var við það að enda. Allir þurftu að príla upp á einhvern rosalegan pall þar sem maður var hengdur upp á einhvern spotta sem var bundinn í tré og labba fram af pallinum og sveifla sér eins og Tarzan gerði! Ég held að það sé eitt að því rosalegasta sem ég hef gert enda var hræðilegt að þurfa að labba fram af pallinum!!!


Eins og sést á myndinni er spottinn ekki beint stuttur og ég held að ég sé ekki að ýkja þegar ég segji að ég hafi nánast pissað á mig úr hræðslu eins og sést á næstu mynd!


Hinsvegar var þetta alveg þess virði og við skemmtum okkur konunglega í tæpa 3 tíma þar sem við svifum um loftin blá.

Eftir túrinn fórum við síðan í gönguferð um skóginn sem var alveg magnaður.


Eins og þið sjáið þá er engin smá stærð á þessum trjámÚtsýnið frá hótelinu okkar

Annars var Allan danski gaurinn að koma til okkar og bjóða okkur með sér í ferð til Montezuma í dag. Ég held bara að við ætlum að skella okkur þar sem við höfum verið svo duglegar að vinna alla vikuna, sem við eyddum nánast allri í San José í upplýsingaöflun. Þannig nú þurfum við að drífa okkur af stað heim, pakka saman og bruna til San José þar sem enn nýtt ævintýri mun hefjast....;)
Ég bið bara að heilsa ykkur öllum og farið vel með ykkur.... :) og auðvitað sendir Olga ykkur öllum kveðjur...;)
-Eva

Monday, May 22, 2006 

Nú er leiðinlegt á bókasafninu... Eva er veik heima og bókasafnskonan mætti í svörtu.

Við erum búnar að gera heilmikið undanfarna daga. Á þriðjudaginn heimsóttum við "University for peace" og á fimmtudaginn fórum við með frjálsum félagasamtökum sem heita Andar í ferð til að skoða verkefnið þeirra. Á föstudaginn fórum við svo til Monte Verde í túristaferð og komum þaðan í gær. Mögnuð vika!


University for Peace

Við gengum skefldar inn í skólann. Í anddyrinu voru tvær bandarískar stelpur sem stóðu yfir einhverjum aumingja hundi. Með "röddinni" töluðu þær við hann og sögðu honum hversu ofboðslega cute hann væri, ég held ég hafi aldrei heyrt eins skræka rödd, aldrei. Þegar við komum inn fyrir var andrúmsloftið þannig að við bjuggumst við að sjá fólk valhoppandi um syngjandi "we love peace". Fólkið valhoppaði hinsvegar ekki og var mjög almennilegt og fínt.

Skólinn er pínulítill. Samband kennara og nemenda er mjög gott og þar sem þjóðernin í skólanum eru um 60 er andinn skemmtilegur. Námið virkar ótrúlega spennandi en það er hægt að kynna sér það á heimasíðunni þeirra: http://www.upeace.org Það er svo íslenskur prófessor við skólann, Guðmundur Eiríksson sem við hittum og borðuðum með hádegismat. Þeir nemendur sem við hittum sögðust ánægðir með skólann, þó þeir reyndar virtust nokkuð uppgefnir svona í annarlok. Náttúran var ótrúleg og það er eflaust erfitt að finna betra námsumhverfi. En hér koma nokkrar myndir úr skólanum og af svæðinu :)

Andar

Við vöknuðum klukkan 5 á fimmtudaginn. Við skelltum okkur til San José þar sem við hittum Esteban, sem vinnur hjá Andar. Við keyrðum svo með honum í ca 3 tíma til lítils sveitaþorps í Cartagena, nálægt Guápiles. Þar kynntumst við verkefninu þeirra og hittum skemmtilegt fólk. Esteban var ofur hjálplegur og loksins erum við komnar með heilmiklar upplýsingar sem við getum unnið með.

Vandamálið á þessu svæði hefur mikið verið skipulagsleysi í landbúnaði. Ekki hefur verið passað upp á að hvíla jarðveginn nægilega og hann því eyðilagst. Margir á svæðinu hafa hætt ræktun og eru nú að vinna á risa bananaplantekrum í eigu erlendra aðila. Mikið er notað af efnum til að fæla burt skordýr en þau hafa mjog slæm áhrif á fólkið sem vinnur þar (en ýmis æxli og önnur veikindi eru algeng á þessu svæði). Flugvélar einfaldlega fljúga yfir og sturta hinum og þessum efnum yfir plantekrurnar... og vinnufólkið.

Andar er að reyna að hvetja fólk til að stunda ræktun að nýju. Þeir hjálpa við að skipuleggja akrana og ræktunina. Í dag kaupir fólkid á svæðinu 90% af sínum matvörum en Andar vill að hlutfallið lækki niður í ca 50% og tad stundi sjálfsþurftarbúskap af meira magni. Það sem fólkið ræktar umfram það sem það neytir getur það svo selt. Andar hjálpar til í slíkum markaðsmálum og Esteban tók einmitt heilmikið af vörum með sér aftur til San José þegar við fórum heim um eftirmiðdaginn.

En já, ykkur finnst þetta eflaust geeegt spennandi og áhugavert ;) En við ætlum að skoða þetta betur og reyna að meta hvað Andar er að gera. Hvort þau séu að hjálpa þessu fólki eða bara með yfirgang og að reyna að troða sínum hugmyndum á fólkið sem nennir ekki að rækta... Sjáum til :) En hérna koma allavega nokkrar myndir:

Á leidinni til Cartagena

Hér er fólk varad vid ad vera á ferli tar sem búast megi vid rignandi eitrefnum

Starfsmadur Andar sem bjó á svaedinu. Mjog vidkunnanlegur madur, hann sagdi okkur heilmargt.

Hér er búid til vín

Og svona er vínid búid til! Get ekki sagt ad tetta hafi verid sérstaklega bragdgott, en jaeja...

Eva og Esteban a leidinni heim

Á helginni fórum við til Monte Verde, gistum á lúxus hóteli fyrir engan pening og töluðum við útlendinga alla helgina. Þetta var ótrúlegaótrúlega mikill túristastaður, en gullfallegur ... og við fórum í CANOPY!! :) :) ég á eftir að setja myndirnar inn í tölvuna, og þetta er orðin allt of löng færsla þannig að Monte Verde lýsing kemur síðar.

En já - þá er það skýrslan!

Bless i bili

Olga

Wednesday, May 17, 2006 

Mòtmaeli


Sìdasti dagurinn hèr ì Nicargua er kominn...ja hèrna hvad thetta hefur lidid hratt...
Vid vorum rètt ì thessu ad ljùka vid ad kynna verkefnid okkar..vid hofum reyndar ekki enn fengid spss gognin ì hendurnar, en Kàri og Nathan stòdu sig samt sem àdur eins og hetjur;)
Ì gaer sàum vid stùdenta mòtmaeli...hahaha thad var kannski ekki mikid ad sjà en their kvektu ì einhverju drasli à gotunni og hofdu hàtt...mjog àhugavert engu ad sìdur..Kàri ljòsmyndari tòk myndir af thessu ollu, hann er lìka buin ad vingast vid tha og fà hjà theim emailin theirra, èg er hraedd um ad hann sè ad farinn ad hugsa um einhverjar adgerdir ...spurningin er bara hvar og hvenar...thannig ad varid ykkur..
Thad eiga vìst ad vera meiri mótmaeli ì dag og nù er Kári horfin...shit hann er potthett gengin ì lid med theim...
Annars hefur lìtid gerst sìdustu daga vid hofum ad mestu leiti verid ad bìda eftir thvi ad vid fà gognin okkar..en latin Amerikanar eru ekki ad flyta sèr neitt ad òthorfu...;)
Svo holdum vid Kàrinn minn til New York à morgun..thar aetla èg ad dansa og syngja New York lagid fyrir Kára..èg veit ad hann bídur spenntur eftir thvì...held hreinlega ad hann geti ekki bedid....vid aetlum lìka ad fà okkur pyslu à Yankee Statium...
En nù verd èg ad haetta àdur en èg segji meiri vitleysu..
Hafid thad gott og vid sjàumst fljòtlega
Thura

Thursday, May 11, 2006 

Framhaldssagan ógurlega....Ef satt skal segja þá veit maður eiginlega ekki hvar maður á að byrja til þess að lýsa helginni sem leið. Síðasta helgi var sem sagt löng helgi þar sem það var frídagur á mánudaginn. Við vissum nú ekki af þessum degi fyrr en á laugardeginum en ákváðum þá að skunda af stað til Tortuguero sem er þjóðgarður við Karabískahafið. Til þess að komast þangað þurftum við að ferðast í um 4 tíma með rútu og 2 tíma með báti þar sem ekki er hægt að komast á staðinn á bílum. Við vorum ekki vissar hvort við mundum ná síðasta bátnum til staðararins en við ákváðum að slá til og athuga hversu langt við kæmumst og redda okkur þá gistingu ef til þyrfti.


Við héltum af stað til San José, vissar um að þetta yrði sko frábært ævintýri. Í rútunni sat við hliðina á okkur þessi viðkunnarlegi maður sem var í því að blikka til okkar og brosa. Þegar rútan síðan stoppaði í San José benti hann Evu á að fara á undan sér. Hún dreif sig upp en eitthvað misskildi hún manninn því hann smeygði sér á undan henni. Olga sat enn í sætinu sínu, eitthvað að vesenast með bakpokann sinn. Allt í einu "missti" herramaðurinn fyrir framan Evu eitthvað á gólfið. Hann byrjaði að leita á gólfinu og ýta Evu aftur á bak, sem var þó mjög erfitt þar sem rútan var pökkuð af fólki sem var að koma sér út.

Maðurinn gerði ekki annað en að strjúka tærnar og fæturna á Evu. Eva var nú ekki alveg sátt og frá henni fóru heyrðast mikil óhljóð sem urðu til þess að Olga lítur upp. Þá sér Olga að maðurinn fyrir aftan Evu var að ræna hana þannig hún gólar yfir allt; EVA, MAÐURINN ER AÐ RÆNA ÞIG!!! Eva sá þá að maðurinn fyrir aftan hana hélt á veskinu hennar en maðurinn fyrir framan hana skaust út. Maðurinn fyrir aftan brá heldur betur í brún þegar hann fattaði að við sáum hann halda á veskinu þannig hann missti það í sætið við hliðina á sér og brunaði út. - Þeir voru heldur betur í góðu "team-i" þeir félagar en við stöllur sáum sko við þeim, enda ekki fyrir alla að kássast upp á okkur víkingastelpurnar!!!
Hver segir svo að það borgi sig ekki að vera hávær?!?!?! ;)

En þetta endaði þó sem betur fer vel og héldum áfram ferðinni með peningana í sokkunum.

Næsti áfangastaður var bær sem heitir Cariari. Báturinn sem við þurftum að taka þaðan hafði farið fyrir ca 2 tímum og sá næsti fór ekki fyrr en 6 um morguninn. Við fundum okkur því þetta fínasta hostel, komum okkur fyrir og fórum rúnt um bæinn. Konan sem átti hótelið vildi allt fyrir okkur gera og bauð okkur að fara með dóttur sinni og vini á hátíð sem var rétt fyrir utan borgina. Við ákváðum að slá til enda voru þær mæðgur alveg frábærar. Hátíðin var yndisleg þar sem fólk var í því að dansa salsa og reggieton (vitum ekkert hvernig þetta er skrifað) hinsvegar þurftu allir karlmenn að ganga í gegnum líkamsskoðun til þess að komast inn, en það var nóg að kíkja ofan í töskurnar hjá okkur stelpunum.

Þegar leið á kvöldið fór Eva á salernið. Skyndilega stöðvaðist tónlistin og baðherbergið fylltist af trylltum stelpum. Ekki vissi hún hvað var að gerast en einhver sagði að það væru einhver slagsmál í gangi. Hún ákvað þar af leiðandi að hraða sér til Olgu og athuga hvort það væri ekki allt í lagi hjá henni. Olga var hólpin, en það höfðu þó ýmsir hlutir gerst sem litlu saklausu íslendingunum óraði ekki fyrir. Fyrir utan svæðið þar sem hátíðin var haldin varð skotárás. Ekki halda að við höfum verið í neinni hættu, en strákurinn sem við fórum með sagði allt í einu: I don't like this.....I don't like this..
Olga var nú ekki viss hvað hann var að meina og spurði hvað væri í gangi...og þá sagði gaurinn: I don't like this shooting!!!! "SHOOTING??" Já, við erum alveg fáránlega ljóshærðar og bláeigðar.

Þegar Eva kom til baka stóð Olga á gati þar sem hún hafði séð starfsmennina henda sér í gólfið og heyrt einhver læti, en þó ekki órað fyrir að þarna hafi verið skotáras.

En allt er gott sem endar vel, enginn særðist að okkar vitund og hátíðin hélt áfram eins og ekkert hafði í skorist. Verðum þó að viðurkenna að við stöllur vorum ekkert mikið æstar í að vera á staðnum mikið lengur enda fórum við stuttu eftir þetta.


Morguninn eftir vöknuðum við hressar og kátar að vanda, búnar að hrista af okkur viðburði gærdagsins og tilbúnar að takast á við daginn. Viðtók 2 klst. rútuferð um HRYLLILEGA vegi, en með rosalega fallegu útsýni, meðal annars yfir banana- og kaffiplantekrur. Eftir þá ferð þurftum við síðan að labba í um 20 mín til þess að taka bátinn til Tortuguero. Bátsferðin var hreint út sagt ótrúleg. Sáum fullt af dýrum á leiðinni og heyrðum í öpunum í trjánum rétt fyrir ofan okkur!! Náttúrufegurðin var hreint út sagt ótrúleg. Eva einmitt sagði að hefði hún verið búin að koma hingað áður en hún tók próf í náttúruheimspeki þá hefði úrlausn prófsins orðið allt önnur.

Tortuguero er sem sagt algjör náttúruperla. Í þorpinu sjálfu búa um 700 manns þar sem flestir byggja viðuværi sitt á túrisma. Þegar þangað var komið tók á móti okkur þeldökkur maður með rasta. Hann kyssti okkur í bak og fyrir og bauð okkur velkomnar. Hann bauð okkur hótelgistingu sem var 5 skrefum frá ströndinni á góðu prísi og var tilbúinn að gera allt fyrir okkur.

Við ákváðum að leigja okkur Kanóa til þess að róa um sýkin, njóta náttúrunnar og skoða dýralífið og VÁ...!!!! Þessu er ekki hægt að lýsa með orðum. Á meðan við sigldum um sýkin voru apar að stökkva og hlaupa um í trjánum fyrir ofan okkur, krókódílar að sigla við hliðina á okkur, flugfiskar að stökkva um í vatninu ásamt því sáum við fullt af eðlum, fugla og fiðrildi í öllum regnbogans litum. Hreint út sagt ótrúlegt!

Daginn eftir ákváðum við þó líka að leigja okkur kajaka enda náttúran svo ótrúleg þarna í kring og því ekki hægt að gera annað en að njóta hennar.

Við komum síðan heim aftur til Heredia seint á mánudagskvöldi þar sem við þurftum að halda áfram að vinna að verkefninu okkar.
Við höfum verið á fullu að reyna að redda okkur lista yfir NGO (non governmental organizations) sem eru að vinna hérna í Costa Rica, en það hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Við fórum til San José í gær til þess að hitta NGO sem hefur sérhæft sig í að hjálpa samtökum með lagarleg atriði. Þar fengum við mjög dýrmætar upplýsingar um hvað þarf til til þess að stofna NGO og hvaða reglum þau þurfa að fylgja.

Við fórum síðan á stað sem hann benti okkur á þar sem öll NGO þurfa að skrá sig til þess að athuga hvort við gætum fengið þann lista. Hinsvegar eftir mikið bras, og mikinn þvæling kom í ljós að við mundum þurfa borga $500 til þess að fá þessar upplýsingar. Það kom þó ekki að sök því ef CINPE sækir um þessar upplýsingar þá getum við fengið þær ókeypis :) Núna erum við þar að leiðandi að vinna að því að fá þessar upplýsingar....!

En jæja, þetta er orðið allt of langt....látum fylgja með nokkrar myndir úr ferðinni okkar....

Þessi mynd er tekin á göngunni að bátnum

Báturinn sem við sigldum með til Tortuguero, það var ekkert rosalega mikið vatn í sýkinu þannig það kom ekki ósjaldan fyrir að við strönduðum, en þá var bara hoppað úr bátnum og honum ýtt aftur af stað.

Hið ljúfa líf við Karabískahafið......


Lifið heil og sæl..
-Eva og Olga

Um okkur

  • Við erum nemar á 2. ári í samfélags og hagþróunarfræði við háskólann á Akureyri. Við erum á leiðinni til Nicaragua og Costa Rika í apríl að vinna að rannsóknarverkefni á félagslegum þáttum orkunotkunar. Hér getið þið fylgst með okkur!
Um okkur
eXTReMe Tracker