Skoða Gestabók Skrifa Í Gestabók

« Home 

Thursday, April 06, 2006 

Rúmir fjórir dagar...

Hér sitjum við með auma handleggi og leggjum lokahönd á síðustu ritgerð vetrarins.
Við fórum í bólusetningu í dag - aðra umferð - og nú er ekki hægt að segja annað en við séum klárar í slaginn. Brottför til Costa Rica er á þriðjudaginn kl. 17.00.

Við höfum verið í tölvupóstsambandi við ritara CINPE (rannsóknarstofnun háskólans í Heredia, Costa Rica) og það lítur út fyrir að við munum lifa eins og fínar frúr - með sitthvort herbergið og allt til alls.
Páskahátíðin verður í fullum gangi þegar við komum út og við getum því ekki búist við að byrja að vinna fyrr en að henni lokinni. Við kvörtum þó ekki þar sem eflaust verður gott að jafna sig aðeins eftir langt ferðalag.

Síðasti skóladagurinn á morgun... Eftir viku verðum við í Costa Rica...


... Loksins

Eva og Olga

Mundu að taka páskaegg með þér út Eva mín! Mæli með Góu páskaeggjunum, þess Nóa páskaegg eru ofmetin! ;)

Kv. Fanney-vinkona Evu

Post a Comment

Um okkur

  • Við erum nemar á 2. ári í samfélags og hagþróunarfræði við háskólann á Akureyri. Við erum á leiðinni til Nicaragua og Costa Rika í apríl að vinna að rannsóknarverkefni á félagslegum þáttum orkunotkunar. Hér getið þið fylgst með okkur!
Um okkur

Fyrri skrif

eXTReMe Tracker