Skoða Gestabók Skrifa Í Gestabók

Saturday, June 10, 2006 

Brosad i gegnum tárin...

Vid erum ad fara fra Heredia... a EFTIR!!!!

Vid forum til Puerto Viejo og gistum tar a finasta hoteli. Kallinn sem var med umsjon med hotelinu vildi koma akvednum bodskap a framfaeri, og her med veitum vid honum hjalparhond: stoppum ofbeldi!

Pafinn mun koma til Mid Ameriku. Kallinn aetlar ser ad verda foringi Gorillanna i Kolumbiu, hann aetlar ad dila vid pafann og teir i sameiningu munu stoppa ofbeldi. Bandarikin munu haetta ad bogga Kolumbiu.

Toffari? Jahá, hann var tad!

Eftir Puerto Viejo forum vid svo til Panama. Gistum a storskemmtilegu farfuglaheimili tar sem vid kynntumst fullt af folki alls stadar ad og fengum smjortefinn af bakpokastemningunni... Panama var aedi ut i gegn og gudirnir gretu tegar vid forum tadan.

Nu er bara ad drifa sig ut i solina og kvedja allt og alla i sidasta sinn...

En ta er tad bara New York!!

Sjaumst i vikulok

Saturday, June 03, 2006 

Eintom hamingja....Panama, here we come...:D

JEIJ! Nu er glatt a hjalla hja okkur stollum....
Vorum ad leggja lokahond a skyrsluna okkar og bunar ad senda hana til allra adila...jeij jeij jeij!! Ef vid faum ekki 10 fyrir tessa vinnu, ta veit eg ekki hvad....;) hehhehe

Allavega, a morgun forum vid til PUERTO VIEJO sem er strandarbaer vid Karabiskahafid :D Tar aetlum vid stollur ad eyda morgundeginum ad gera ekki neitt nema sleikja solina med taernar upp i loftid...:D Planid er ad vera tar i einn til tvo daga adur en vid skellum okkur til PANAMA :)

Enginn timi til ad blogga, allt of mikid ad gerast enda turfum vid ad njota timans sem vid hofum eftir i botn tar sem tad er allt of stutt i ad aevintyrinu fer ad ljuka......
Sendum ykkur Risa solskinsbros hedan fra Mid-Amerikunni....Munid ad vera god vid hvort annad...:D
Adios...
Eva og Olga

Thursday, June 01, 2006 

Montezuma; himnaríki eða helvíti...?!?!

hm....já, við skelltum okkur sem sagt til Montezuma síðustu helgi með danska vininum okkar honum Allan. Montezuma er sem sagt týpískur ferðamannastaður sem allir bandaríkjamenn sem koma til Costa Rica fara á. Veðrið þarna er frábært, strendurnar enn betri og næturlífið í takti við það.




Við ákváðum að gista á farfuglaheimili alveg við ströndina. Kosturinn við að gista á svona farfuglaheimilum er sá að maður kynnist fullt af allskonar fólki sem er allir eiga það sameiginlegt að elska að ferðast. Á þessu farfuglaheimili kynntumst við þessum svaka hressu strákum frá Nýja Sjálandi sem ákváðu að skella sér til Mið-Ameríku til þess að surfa og njóta lífsins. Þessir gaurar voru allir í kringum þrítugt, með síða dreddlokka og gerðu lítið annað heldur en að reykja maríjúana. Ég held að ég og Olga höfum sjaldan verið eins guffalegar eins og þarna og algjörlega úr takti við umhverfið. Hinsvegar var þetta mjög forvitnilegt og við skemmtum okkur konunglega.....

Tekið frá staðnum sem við gistum á...

Allavega, á laugardeginum ákváðum við að skella okkur til Tortuga sem er eyja rétt hjá staðnum þar sem við eyddum deginum í að snorkla, borða góðan mat og sleikja sólina. Hinsvegar var heppnin ekki beint með mér. Því miður voru ekki til nægilegar litlar froskalappir á mig þannig ég þurfti að nota eitthvað algjört drasl, sem meiddu mig í þokkabót. Fyrir ykkur sem hafið aldrei snorklað áður, þá skiptir það öllu máli að hrækja ofan í gleraugun sem maður notar til þess að koma í veg fyrir að móða myndist. Það skipti hinsvegar engu máli hvað ég hrækti mikið í gleraugun mín, aldrei sá ég út úr þeim, þannig á meðan Olga og Allan skemmtu sér kostulega að skoða allskonar fiska og önnur kvikindi í öllum regnbogans litum, spriklaði ég í kringum þau, hrækjandi frá mér allt slef.... En jæja...gott að þau skemmtu sér.....


Staðurinn sem "við" snorkluðum við...

Um kvöldið tók síðan við þetta svaka strandarpartý þar sem við stöllur stigum "trylltan" víkinga/papa dans öllum til mikilla (ó)ánægju.....heheh

Montezuma er þekkt fyrir náttúrufegurð sína og þá sérstaklega röð fossa sem enginn má víst missa af. Við ákváðum að slá til og skella okkur að skoða þessa fossa, þar sem gangan átti einungis að taka um 15 mín. Þegar við lögðum af stað óraði okkur ekki fyrir hvað koma skyldi.....
Við tók eitt rosalegasta og erfiðasta kletta/leðju/trjáklifur sem ég hef á ævi minni gengið í gegnum. Stígurinn upp að fossinum, ef stíg mætti kalla, lá upp um holt og hæðir þar sem maður mátti þakka guði fyrir að komast lifandi í burtu, sökum mikilla hæðar, leðju og sleipu. Eftir að við loksins komumst á áfangastað, rennandi sveitt og nánast buguð sáum við að þessi svokölluðu "fossar" voru ekki meiri heldur en smá lækjasprænur sem maður getur séð út um allt á Íslandi. Það var ekki laust við að maður hafi fundið fyrir smá gremju þegar maður hugsaði út í þá staðreynd að maður hafði ekki misst af neinu hefði maður orðið eftir á ströndinni og notið sólarinnar.
Þetta er fyrsti "fossinn sem við förum upp að...
Hinsvegar þegar við snérum við þá fyrst byrjuðu vandræðin okkar.....Skórnir mínir voru svo svakalega sleipir að það var nánast óbærilegt að ganga í leðjunni. Í þokkabót þá er ég ekki lítið lofthrædd þannig við getum sagt sem svo að ég fór mjög hægt yfir, Allan til mikillar gremju. Hinsvegar þegar við vorum rétt lögð af stað niður hæðina slitnuðu skórnir mínir þannig mín þurfti gjöra svo vel að labba á tánum yfir steina, grjót og ár! -Ekki batnaði skapið við það!!

Ekki flaug ég á hausinn í mesta brattanum þannig mín var orðin nokkuð kotroskin með hæfileikan að standa í lappirnar þrátt fyrir mikið mótlæti, ja...en ef til vill of kotroskin...!! þegar mín var að labba á jafnsléttu, fóru fæturnir undan mér og ég datt kylliflöt ofan í leðjupoll!!! Ég held ég hafi sjaldan verið jafn pirruð á ævi minni og ekki laust að Olga hafi orðið hálf hrædd þegar ég gjörsamlega missti mig! öll sú uppsafnaða reiði og gremja kom saman í eitt svaka reiðiöskur þar sem ég blótaði þessum #$%& lækjasprænum í sand og ösku!!

Hérna sjáið þið aðra mynd af bununni...

Þegar við loksins komum aftur í bæinn, ég haltrandi eins og skakklappi, drulluskítug upp fyrir haus, þá vorum við næstum of sein að taka rútuna til baka. Við rétt náðum að skola af okkur mesta skítin áður en við hlupum út til þess að ná rútunni.
Við hinsvegar þurftum að skella okkur í hraðbanka til þess að taka út fyrir rútumiðanum, en því miður þá virkaði ekki eini hraðbankinn á svæðinu og enginn búðareigandi var tilbúinn að renna kortinu okkar í gegn! Sem betur fer komumst við þó með rútunni til næsta bæjar eftir að hafa notað okkar alla persónutöfra og brosað okkar blíðasta brosi til bílsstjórans. Þegar í næsta bæ var komið virkaði ekki heldur sá eini banki sem var á svæðinu!!! HVAÐ ER AÐ?!??!
Þannig við þurftum að fá lánað til þess að borga í ferju sem fer á milli flóans og yfir til Puntarenas. Þar þurftum við enn og aftur blikka nýjan rútubílsstjóra sem gerði gott betur og fór af leið til þess að redda okkur stöllum og skutlaði okkur niður í miðbæ til þess að redda pening....!
Í rútunni sat ég síðan við hliðina á Allan þar sem hann lýsti ánægju sinni að hafa farið í þessa ferð, þar sem þetta var besta ferðin sem hann hefur farið í, í þá 4 mánuði sem hann hefur verið hérna!!! Þar sem ég sat við hliðina á honum, drulluskítug, með ónýtar fætur og hálfbuguð eftir þessa ferð, þá gat ég ekki verið meira ósammála. Hinsvegar er maður farinn núna að sjá spaugilegu hliðina á þessu öllu saman.....:)


Það verður nú að viðurkennast að þetta er pínu flott....:) Allavega allt er gott sem endar vel, sérstaklega þar sem ég held ég hafi hækkað um 2 cm sökum mikils sigg á fótum! ojojoj!

Allavega, nú sitjum við gellur á bókasafninu hérna í CINPE að leggja lokahönd á skýrsluna okkar. Við ætlum að klára hana á morgun og síðan skella okkur í ca 5 daga ferðalag áður en við höldum af stað til New York. Spurningin er annað hvort að skella sér til Panama eða Guanacaste að sleikja sólina...:D
Þannig hver veit hvenær við heyrumst næst....
Við allavega sendum ykkur öllum kveðjur og vonandi hafiði það sem best...:)
-Eva og Olga :)

Um okkur

  • Við erum nemar á 2. ári í samfélags og hagþróunarfræði við háskólann á Akureyri. Við erum á leiðinni til Nicaragua og Costa Rika í apríl að vinna að rannsóknarverkefni á félagslegum þáttum orkunotkunar. Hér getið þið fylgst með okkur!
Um okkur
eXTReMe Tracker