Skoða Gestabók Skrifa Í Gestabók

« Home | Framhaldssagan ógurlega.... » | Lífid í Costa Rica » | Flokkun frjálsra félagasamtaka í fullum gangi...He... » | Glókollarnir fimm » | Pura Vida » | Afmæli, CINPE, skrímsli og fleira.... » | Hola! » | New York! » | Rúmir fjórir dagar... » 

Monday, May 22, 2006 

Nú er leiðinlegt á bókasafninu... Eva er veik heima og bókasafnskonan mætti í svörtu.

Við erum búnar að gera heilmikið undanfarna daga. Á þriðjudaginn heimsóttum við "University for peace" og á fimmtudaginn fórum við með frjálsum félagasamtökum sem heita Andar í ferð til að skoða verkefnið þeirra. Á föstudaginn fórum við svo til Monte Verde í túristaferð og komum þaðan í gær. Mögnuð vika!


University for Peace

Við gengum skefldar inn í skólann. Í anddyrinu voru tvær bandarískar stelpur sem stóðu yfir einhverjum aumingja hundi. Með "röddinni" töluðu þær við hann og sögðu honum hversu ofboðslega cute hann væri, ég held ég hafi aldrei heyrt eins skræka rödd, aldrei. Þegar við komum inn fyrir var andrúmsloftið þannig að við bjuggumst við að sjá fólk valhoppandi um syngjandi "we love peace". Fólkið valhoppaði hinsvegar ekki og var mjög almennilegt og fínt.

Skólinn er pínulítill. Samband kennara og nemenda er mjög gott og þar sem þjóðernin í skólanum eru um 60 er andinn skemmtilegur. Námið virkar ótrúlega spennandi en það er hægt að kynna sér það á heimasíðunni þeirra: http://www.upeace.org Það er svo íslenskur prófessor við skólann, Guðmundur Eiríksson sem við hittum og borðuðum með hádegismat. Þeir nemendur sem við hittum sögðust ánægðir með skólann, þó þeir reyndar virtust nokkuð uppgefnir svona í annarlok. Náttúran var ótrúleg og það er eflaust erfitt að finna betra námsumhverfi. En hér koma nokkrar myndir úr skólanum og af svæðinu :)





Andar

Við vöknuðum klukkan 5 á fimmtudaginn. Við skelltum okkur til San José þar sem við hittum Esteban, sem vinnur hjá Andar. Við keyrðum svo með honum í ca 3 tíma til lítils sveitaþorps í Cartagena, nálægt Guápiles. Þar kynntumst við verkefninu þeirra og hittum skemmtilegt fólk. Esteban var ofur hjálplegur og loksins erum við komnar með heilmiklar upplýsingar sem við getum unnið með.

Vandamálið á þessu svæði hefur mikið verið skipulagsleysi í landbúnaði. Ekki hefur verið passað upp á að hvíla jarðveginn nægilega og hann því eyðilagst. Margir á svæðinu hafa hætt ræktun og eru nú að vinna á risa bananaplantekrum í eigu erlendra aðila. Mikið er notað af efnum til að fæla burt skordýr en þau hafa mjog slæm áhrif á fólkið sem vinnur þar (en ýmis æxli og önnur veikindi eru algeng á þessu svæði). Flugvélar einfaldlega fljúga yfir og sturta hinum og þessum efnum yfir plantekrurnar... og vinnufólkið.

Andar er að reyna að hvetja fólk til að stunda ræktun að nýju. Þeir hjálpa við að skipuleggja akrana og ræktunina. Í dag kaupir fólkid á svæðinu 90% af sínum matvörum en Andar vill að hlutfallið lækki niður í ca 50% og tad stundi sjálfsþurftarbúskap af meira magni. Það sem fólkið ræktar umfram það sem það neytir getur það svo selt. Andar hjálpar til í slíkum markaðsmálum og Esteban tók einmitt heilmikið af vörum með sér aftur til San José þegar við fórum heim um eftirmiðdaginn.

En já, ykkur finnst þetta eflaust geeegt spennandi og áhugavert ;) En við ætlum að skoða þetta betur og reyna að meta hvað Andar er að gera. Hvort þau séu að hjálpa þessu fólki eða bara með yfirgang og að reyna að troða sínum hugmyndum á fólkið sem nennir ekki að rækta... Sjáum til :) En hérna koma allavega nokkrar myndir:

Á leidinni til Cartagena

Hér er fólk varad vid ad vera á ferli tar sem búast megi vid rignandi eitrefnum

Starfsmadur Andar sem bjó á svaedinu. Mjog vidkunnanlegur madur, hann sagdi okkur heilmargt.

Hér er búid til vín

Og svona er vínid búid til! Get ekki sagt ad tetta hafi verid sérstaklega bragdgott, en jaeja...

Eva og Esteban a leidinni heim

Á helginni fórum við til Monte Verde, gistum á lúxus hóteli fyrir engan pening og töluðum við útlendinga alla helgina. Þetta var ótrúlegaótrúlega mikill túristastaður, en gullfallegur ... og við fórum í CANOPY!! :) :) ég á eftir að setja myndirnar inn í tölvuna, og þetta er orðin allt of löng færsla þannig að Monte Verde lýsing kemur síðar.

En já - þá er það skýrslan!

Bless i bili

Olga

Halú... gaman að lesa ferðasöguna. Fékk einmitt póstkortið frá þér í gær ;) Gangi ykkur vel.

Post a Comment

Um okkur

  • Við erum nemar á 2. ári í samfélags og hagþróunarfræði við háskólann á Akureyri. Við erum á leiðinni til Nicaragua og Costa Rika í apríl að vinna að rannsóknarverkefni á félagslegum þáttum orkunotkunar. Hér getið þið fylgst með okkur!
Um okkur
eXTReMe Tracker