Skoða Gestabók Skrifa Í Gestabók

« Home | Pura Vida » | Afmæli, CINPE, skrímsli og fleira.... » | Hola! » | New York! » | Rúmir fjórir dagar... » 

Wednesday, May 03, 2006 

Glókollarnir fimm


Síðasta föstudag sátum við Olga hér á bókasafninu á kafi í vinnu þegar Kári hafði samband og sagði að þau væru að fara leggja af stað til Costa Rica eftir um það bil 2 klukkutíma. Ég hugsa að flest allir hefðu tekið sér meiri tíma til að undirbúa ferðalagið, en þess var nú ekki þörf hjá þeim :)


Planið var að þau myndu koma til San José um klukkan 9 og þaðan áttu þau að taka leigubíl til Heredia og hitta okkur fyrir utan súpermarkaðinn sem er rétt hjá íbúðinni okkar, því eins og þið munið að þá eru engin heimilisföng eða húsnúmer hérna. Allt fór á fullt hjá okkur stöllum að skrúbba gólf og þrífa, redda dýnu og ýmsum hlutum til þess að gera húsakynni okkar boðlegri. Klukkan 9 vorum við stöllur komnar fyrir utan búðina og byrjuðum að bíða, og bíða og bíða en hvergi bólaði á þeim. Það var ekki hægt að hringja í þau þar sem síminn þeirra virkar ekki hér í Costa Rica, og hérna þarf maður að vera ríkisborgari til þess að fá símanúmer. Þannig við vorum algjörlega sambandslaus við þau. En sem betur fer þá komu þau um klukkan 11 um kvöldið, þreytt en sælleg eftir MJÖG langa rútuferð.

Á laugardeginum byrjuðum við daginn snemma og fórum með þau í túr um Heredia. Emelina, dóttir Hannia, kom til okkar og mælti með nokkrum stöðum sem við gætum sýnt þeim og var ákveðið að fara til Jaco sem er um tvær og hálfa klst frá San José, og eyða deginum á ströndinni. Hinsvegar eftir að hafa styrkt efnahaginn hér í Heredia var ákveðið að skunda heim, pakka dótinu saman og leggja af stað til Jaco svo við gætum alveg pottþétt nýtt okkur daginn út í ystu æsar. Hinsvegar föttuðum við ekki að þetta var löng helgi og því var nær ómögulegt að finna hótelherbergi þegar við komum á áfangastað. Eftir langa leit, pirraðan leigubílsstjóra, fundum við hótel sem átti herbergi fyrir þrjá en sem við máttum 5 gista í. Við getum allavega sagt sem svo að orðatiltækið þröngt mega sáttir sitja átti mjög vel við þessa ferð.

Dagurinn í Jaco var alveg frábær. Fórum á ströndina þar sem strákarnir leigðu sér brimbretti en við stelpurnar sleiktum sólina. Ég er ekki frá því að magavöðvarnir fengu góða æfingu þegar við kútveltumst úr hlátri að sjá tilþrifin hjá strákunum. En eins og þeir sögðu að þá er þessi íþrótt alveg gríðarlega erfið og nánast ómögulegt að læra á svona stuttum tíma, en þeir voru svo sannarlega stoltir þegar dagurinn var að kveldi kominn.



Þegar heim var komið til Heredia var síðan brunað út í næsta apótek og þar keypt after sun þar sem við öll höfðum fengið okkar skerf af sól, þó sumir meira en aðrið -þrátt fyrir að nota vörn númer 45!! Við höfum fengið fréttir af þeim frá Nicaragua að þar sé Binni að hafa hamskipti....!!

Þau kvöddu okkur á mánudagsmorguninn þar sem þau þurftu að skunda af stað til þess að undirbúa ferð sem þau fara með ACRA.

Þó leiðinlegt hafi verið að kveðja þau 3 þá var Hannia búin að bjóða okkur í morgunmat heim til sín. Ég held að óhætt sé að segja að þetta var einn besti morgunmatur sem ég hef á ævi minni borðað þar sem við borðuðum á okkur gat og fengum svo danskennslu í eftirrétt.
Ég held að það sé bara réttast að láta myndirnar helgarinnar tala sínu......

hnm......þar sem þau tvö koma saman, það er ekki við öðru að búast en að hlægja sig máttlausan..

Þetta eru Allan, Emelina og Hannia. Allan er sem sagt danski strákurinn sem er að vinna í CINPE sem leigir herbergi hjá Hannia.

Hérna er Emelina að reyna að kenna okkur Olgu að dansa, en það var nú ekki að ganga neitt enda er ekki fræðilegur möguleiki að gera svona mjaðmahnykki!! ;) hehe


Hérna setti Hannia upp hálfgerðan leikþátt þar sem hún sýndi okkur hvernig krakkarnir bjuggu til gervitennur þegar hún var lítil. Myndin ein sýnir hvað hún er alveg rosalega flippuð og fráær..:D

Allavega, ég held að það sé best að fara að koma sér að verki......
Bið að heilsa öllum og farið vel með ykkur :)
kv. Eva

hæhæ
maður getur ekki annað en hlegið með ykkur eftir þetta blogg:) frábærar myndir og endilega veriði duglegar að setja fleiri inn:)

Brimbretti er án efa erfiðasta íþrótt sem ég hef prófað, en ógeðslega skemmtilegt!!!!! samt er eiginlega skemmtilegra að horfa á sætu brimbrettastrákana...hahaah :-) Haldið áfram að hafa svona gaman :-)

Flottasta myndin by far, er myndin af ykkur fjórum.. (Olga væntanlega að missa sig á vélinni..) og Kári er búinn að setja sig í furðulegar superman stellingar..! ;) Ohh.. eg elska að lesa um ferðina ykkar, er svo hjá ykkur í huganum! Verið dugleg að blogga.. og fleiri myndir! Lika frá Nicaragua! ;) kv. alfa

ahahhahhahahha á myndinni af okkur fjórum var kári að setja sig í brimbrettastellingarnar...:) hehe en já...við reynum að skella eins mörgum myndum og hægt er ... :)

Post a Comment

Um okkur

  • Við erum nemar á 2. ári í samfélags og hagþróunarfræði við háskólann á Akureyri. Við erum á leiðinni til Nicaragua og Costa Rika í apríl að vinna að rannsóknarverkefni á félagslegum þáttum orkunotkunar. Hér getið þið fylgst með okkur!
Um okkur
eXTReMe Tracker