Skoða Gestabók Skrifa Í Gestabók

« Home | Hola! » | New York! » | Rúmir fjórir dagar... » 

Wednesday, April 19, 2006 

Afmæli, CINPE, skrímsli og fleira....

Jæja, þá er kannski kominn tími til að maður fari að skrifa eitthvað á þessa síðu :)
Fyrir það fyrsta þá verð ég náttúrulega að koma því að, að ég átti afmæli í gær og fékk meira að segja pakka og alles frá súper konunni sem leigir okkur íbúðina :) Bara frábært...

Allavega, þetta er þriðji dagurinn okkar í CINPE og allt hefur gengið vel. Við höfum verið kynntar fyrir öllum þeim sem vinna hérna sem og nokkrum nemendum og allir vilja allt fyrir okkur gera. Það kom hinsvegar í ljós að verkefnið er ekki eins og við héldum í byrjun heldur mun betra. Við munum sem sagt ekki ganga inn í eitthvað sérstak verkefni heldur megum við ráða hvað við munum gera. Við ákváðum því að fara að fordæmi þeirra sem eru í Nicaragua og gera verkefni um félagslega þætti orkumála :)

Dagskráin okkar mun vera þéttsetin þar sem við vinnum verkefnið frá 8-16:30 og síðan munum við skunda af stað á spænskunámskeið sem við byrjum á í dag. Vonandi mun það verða til þess að við getum minnkað handapatið, hikin og hummin þegar við erum að reyna að gera okkur skiljanlegar.

Þar sem við erum jú líka staddar nánast í vöggu sölsunnar, þá munum við ekki komast hjá því að læra að dansa Salsa, þó svo við vitum ekki alveg hvernig við eigum að koma því að í dagskránni okkar. Það er búið að benda okkur á góðan dansskóla og hver veit nema við getum komið því að :) -En allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi....ekki satt? ;)

Stríðið sem við eigum við skordýrin er ekki að ganga sem skildi....!! Sama hvað við reynum að gera, þau bara vilja ekki yfirgefa okkur. Við vorum þó með yfirhöndina í smá tíma, en það var áður en það fór að rigna.....!!!

Við lentum í algjöru úrhelli um daginn þar sem maður átti fótum sínum fjör að launa. Og ekki nóg með að það hafi hellirignt úti heldur rigndi líka inni þar sem húsið okkar míglak.... en það var ekki okkar stærsta vandamál...!!!

þegar rigningunni slotaði sátum við stöllur inn í eldhúsi i mestum makindum að læra spænsku þegar ég sé allt í einu þennan RISA RISA RISA kakkalakka hlaupa eftir gólfinu. Því miður var Olga allt of lengi að bregðast við og náði þannig ekki að stökkva fram með mér. Ég vildi auðvitað ekki að kakkalakkinn myndi sleppa og fela sig í restinni af íbúðinni okkar þannig ég stökk til og fórnaði mér algjörlega þegar ég skellti eldhúshurðinni. Hefðuð átt að sjá tilþrifin!! Því miður er ekki hægt að opna hurðina innan frá eldhúsinu þannig Olga stóð inni í eldhúsi, skrækjandi úr hræðslu án þess þó að vita af hverju...... því jú, hún var of sein að koma auga á skrímslið!!

Af góðmennsku minni einni saman ákvað ég þó að opna aftur hurðina og bjarga Olgu, vitandi þó að kakkalakkinn myndi sleppa fram og fela sig. Hinsvegar kom það ekki að sök því sameinaðar fórum við af stað, vopnaðar tveimur spreybrúsum af skordýraeitri, að leita upp kvikindið. Við fundum það loksins inn í skápnum hennar Olgu og háðum baráttu upp á líf og dauða....

Kakkalakkinn lá í valnum en það kostaði sitt..... þar sem við nánast kláruðum tvo brúsa af skordýraeitri, urðu öndunarfærin sár þar sem við hóstuðum og hóstuðum; það var ekki hægt að anda í íbúðinni. Eftir þetta atvik settumst við síðan aftur inn í eldhús, slökktum á öllum ljósum og höfðum kveiktum á einu kerti þar sem við hlustuðum tiplið í dýrunum þegar þau komu sér fyrir í íbúðinni....-Ég get ekki sagt að ég hafi sofið vel þá nótt, en ég meina, kakkalakkinn allavega dó!!! ;)

Hinsvegar er margt gott við Costa Rica og ekki einungis skordýr sem verða á vegi okkar. Heredia, bærinn sem við búum í, er í 20 mínútna fjarlægð frá San Jose. Þetta er háskólabær með mikið af ungu fólki.
Flestir keyra um á nýjum eða nýlegum bílum, eru með flotta myndasíma og flestir eru klæddir eftir nýjustu tísku. Strákarnir eru með stór röffuð sólgleraugu með gelað hárið en stelpurnar í háhæluðum skóm, í stuttum pilsum og naflabolum. Þetta er allavega allt öðruvísi umhverfi en við áttum nokkurn tíman von á.

Hver menning hefur sín eigin sérkenni og Costa Rica er engin undantekning. Allir veitingastaðir bera fram hnífapörin í plastpokum og setja klósettpappír utan um bjórflöskurnar. Hér skiptir engu máli hversu fínn veitingarstaðurinn er.
Við höfum líka tekið eftir að þegar pör fara út að borða, skiptir ekki máli á hvaða aldri þau eru, þá sitja þau ekki á móti hvort öðru heldur hlið við hlið. -Mjög skondið.

En jæja, ég held að þetta sé orðin allt of löng lesning og einnig tími til kominn að snúa sér aftur að verkefninu.
Ég sendi ykkur kveðjur frá sólinni....
Hasta luego...
-Eva

hahahaha en fyndið... verð nú að segja að ég öfunda ykkur ekki af skordýrunum, þó það væri nú hollt fyrir mig að komast í svona umhverfi svo ég geti nú loksins hætt að hræðast hrossaflugurnar!!! og hmmm.. gelaðir strákar... held það sé allavega ekki verra en hér á ak... slim pickings.... þið bjargið ykkur eflaust þar eins og annarsstaðar ;)

hmmm.. ja ok.. og þetta var ég.. Ester :D

I salute you my great heroinas og mun héðan í frá kalla ykkur LAS ASESINAS DE CUCARACHA MUY GRANDE =)

Gaman að fylgjast með ykkur í landi kRakkalakka og annarra skordýra. Passiði ykkur samt á stóru meindýrunum - þau eru sem betur fer í stærri kantinum og því auðvelt að koma auga á þau. Þau geta verið stórhættuleg ef maður passar sig ekki, og þá sérstaklega fyrir ljóshærðar stúlkur frá Evrópu!! Þessi meindýr laðast sérstaklega að þeim. Þau kunna að tala að auki þó orðaforði þeirra sé oft afar takmarkaður og felst í !Hola chicas, estas muy bellas! og svo fylgir oft flaut eða eitthvað annað verra eftir á !!

Have fun in the sun

Gangi þér í skordýrabanaleik... og með verkefnið þitt Eva ... þetta hljómar allt voða spennó....
og til hamingju með afmælið um daginn...
bestu kveðjur Ásdís úr 4.GH

Til hamingju með afmælið baby!!! vona að dagurinn hafi verið súper dúper. Sendi þér kossa og knús og kokteila í huganum :-)

Eva mundu bara ad tima ekki simanum thinum:)

Hæ Eva-vildi bara láta þig vita að ég fylgist með síðunni (hmm, hljómar soltið eins og siðgæðiseftirlitið1?!?!?) Vona bara að það verði gaman hjá þér.
Kveðja, Ása.

hæhæ stelpur
sé það að þið eruð að berjast við mína verstu ógn:) skordýr *hrollur* en sé líka að þið skemmtið ykkur vel og það er það sem þetta snýst um. Ég hlakka til að fá þig heim Eva, Ég fór á djammið og það var hálftómlegt að sjá þig hvergi;)
en já hafiði það gott í sólinni, skordýrunum og krakkinu
kveðja Freydís systir

Post a Comment

Um okkur

  • Við erum nemar á 2. ári í samfélags og hagþróunarfræði við háskólann á Akureyri. Við erum á leiðinni til Nicaragua og Costa Rika í apríl að vinna að rannsóknarverkefni á félagslegum þáttum orkunotkunar. Hér getið þið fylgst með okkur!
Um okkur
eXTReMe Tracker