Skoða Gestabók Skrifa Í Gestabók

Wednesday, April 26, 2006 

Pura Vida


Við fórum til Manuel Antonio á helginni – strönd við kyrrahafið.
Þar var svakalegur, ógeðslegur, óbærilegur raki og við vorum blautar og skítugar allan tímann.

Þetta er hinsvegar algjör náttúruperla, sjórinn, ströndin, apar í trjánum fyrir ofan okkur og eðlur á gangstéttunum. Við gengum um gapandi alla helgina. Ég hef sjaldan komið á eins fallegan stað.

Við fengum líka að kynnast nýjum húsdýrum.


Manuel Antonio er nokkuð mikill ferðamannastaður. Þar gat maður pikkað út bandaríkjamenn úr margra kílómetra fjarlægð. Við hittum eldri hjón (bandarísk) sem lýstu í smáatriðum fyrir okkur hversu indælt lífið væri hérna. Sýndu okkur myndir af ferðum þeirra, heitapottinum í hótelsvítunni þeirra o.fl. Svo sögðu þau okkur frá fátækt fólksins hérna í Costa Rica... The children going to shcool, they didn’t have much... But they were happy.

Ég horfði upp á Evu kúgast.

Neinei, en við hittum svo líka tvær frábærar stelpur frá Bandaríkjunum. Þær náðu aðeins að lægja fordóma okkar gagnvart Bandaríkjamönnum eftir að hafa átt í samræðum við hjónin. Þær voru mjög hressar, þær voru klárar, töluðu góða spænsku og vissu heilmikið um Ísland! Þær voru kúl.

En núna erum við komnar heim og á fullu að vinna. Erum að leita uppi frjáls félagasamtök sem við ætlum svo að fara að heimsækja. Líklega byrjum við á því að föstudaginn... Mjög spennandi :)

Baráttan við húsdýrin hér heima er svo enn við lýði. Eva fórnfúsa heldur auðvitað áfram að bjarga mér úr klóm skrímslanna. Eins og þið sáuð á síðustu færslu Evu hugsar hún alltaf – first Olga, I come second. Um daginn vaknaði ég við að hún stóð æpandi uppi í rúminu mínu eftir að kakkalakki á stærð við andarunga gaf henni auga inni á baði. Hún hefur eflaust hugsað að fyrsta verk væri að vara mig við. Takk Eva, takk.


Skondið
* Hér eru engin götuheiti eða götunúmer. Ef þið viljið koma í heimsókn þurfið þið einfaldlega að minnast á Palí matvörubúðina. Svo þarf bara að tala í metrum – suður og norður og vona að maður endi á réttum stað... pósturinn gerir það víst yfirleitt aldrei.

*Konan sem vinnur hérna á bókasafninu virðist eiga skrautlegan fataskáp. Á mánudaginn mætti hún í appelsínugulri drakt... og þá á ég við: aPPeLsínuGulri. Í gær grænni... já græNNi og í dag mjööög bleikri. Spennandi í hverju hún mætir á morgun!


Þessa mynd set ég nú bara með til gamans. Hún var tekin á markaðnum um daginn. Hvern langar ekki í kjúkling núna! haha asqueroso!

En bless í bili
Olga

Wednesday, April 19, 2006 

Afmæli, CINPE, skrímsli og fleira....

Jæja, þá er kannski kominn tími til að maður fari að skrifa eitthvað á þessa síðu :)
Fyrir það fyrsta þá verð ég náttúrulega að koma því að, að ég átti afmæli í gær og fékk meira að segja pakka og alles frá súper konunni sem leigir okkur íbúðina :) Bara frábært...

Allavega, þetta er þriðji dagurinn okkar í CINPE og allt hefur gengið vel. Við höfum verið kynntar fyrir öllum þeim sem vinna hérna sem og nokkrum nemendum og allir vilja allt fyrir okkur gera. Það kom hinsvegar í ljós að verkefnið er ekki eins og við héldum í byrjun heldur mun betra. Við munum sem sagt ekki ganga inn í eitthvað sérstak verkefni heldur megum við ráða hvað við munum gera. Við ákváðum því að fara að fordæmi þeirra sem eru í Nicaragua og gera verkefni um félagslega þætti orkumála :)

Dagskráin okkar mun vera þéttsetin þar sem við vinnum verkefnið frá 8-16:30 og síðan munum við skunda af stað á spænskunámskeið sem við byrjum á í dag. Vonandi mun það verða til þess að við getum minnkað handapatið, hikin og hummin þegar við erum að reyna að gera okkur skiljanlegar.

Þar sem við erum jú líka staddar nánast í vöggu sölsunnar, þá munum við ekki komast hjá því að læra að dansa Salsa, þó svo við vitum ekki alveg hvernig við eigum að koma því að í dagskránni okkar. Það er búið að benda okkur á góðan dansskóla og hver veit nema við getum komið því að :) -En allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi....ekki satt? ;)

Stríðið sem við eigum við skordýrin er ekki að ganga sem skildi....!! Sama hvað við reynum að gera, þau bara vilja ekki yfirgefa okkur. Við vorum þó með yfirhöndina í smá tíma, en það var áður en það fór að rigna.....!!!

Við lentum í algjöru úrhelli um daginn þar sem maður átti fótum sínum fjör að launa. Og ekki nóg með að það hafi hellirignt úti heldur rigndi líka inni þar sem húsið okkar míglak.... en það var ekki okkar stærsta vandamál...!!!

þegar rigningunni slotaði sátum við stöllur inn í eldhúsi i mestum makindum að læra spænsku þegar ég sé allt í einu þennan RISA RISA RISA kakkalakka hlaupa eftir gólfinu. Því miður var Olga allt of lengi að bregðast við og náði þannig ekki að stökkva fram með mér. Ég vildi auðvitað ekki að kakkalakkinn myndi sleppa og fela sig í restinni af íbúðinni okkar þannig ég stökk til og fórnaði mér algjörlega þegar ég skellti eldhúshurðinni. Hefðuð átt að sjá tilþrifin!! Því miður er ekki hægt að opna hurðina innan frá eldhúsinu þannig Olga stóð inni í eldhúsi, skrækjandi úr hræðslu án þess þó að vita af hverju...... því jú, hún var of sein að koma auga á skrímslið!!

Af góðmennsku minni einni saman ákvað ég þó að opna aftur hurðina og bjarga Olgu, vitandi þó að kakkalakkinn myndi sleppa fram og fela sig. Hinsvegar kom það ekki að sök því sameinaðar fórum við af stað, vopnaðar tveimur spreybrúsum af skordýraeitri, að leita upp kvikindið. Við fundum það loksins inn í skápnum hennar Olgu og háðum baráttu upp á líf og dauða....

Kakkalakkinn lá í valnum en það kostaði sitt..... þar sem við nánast kláruðum tvo brúsa af skordýraeitri, urðu öndunarfærin sár þar sem við hóstuðum og hóstuðum; það var ekki hægt að anda í íbúðinni. Eftir þetta atvik settumst við síðan aftur inn í eldhús, slökktum á öllum ljósum og höfðum kveiktum á einu kerti þar sem við hlustuðum tiplið í dýrunum þegar þau komu sér fyrir í íbúðinni....-Ég get ekki sagt að ég hafi sofið vel þá nótt, en ég meina, kakkalakkinn allavega dó!!! ;)

Hinsvegar er margt gott við Costa Rica og ekki einungis skordýr sem verða á vegi okkar. Heredia, bærinn sem við búum í, er í 20 mínútna fjarlægð frá San Jose. Þetta er háskólabær með mikið af ungu fólki.
Flestir keyra um á nýjum eða nýlegum bílum, eru með flotta myndasíma og flestir eru klæddir eftir nýjustu tísku. Strákarnir eru með stór röffuð sólgleraugu með gelað hárið en stelpurnar í háhæluðum skóm, í stuttum pilsum og naflabolum. Þetta er allavega allt öðruvísi umhverfi en við áttum nokkurn tíman von á.

Hver menning hefur sín eigin sérkenni og Costa Rica er engin undantekning. Allir veitingastaðir bera fram hnífapörin í plastpokum og setja klósettpappír utan um bjórflöskurnar. Hér skiptir engu máli hversu fínn veitingarstaðurinn er.
Við höfum líka tekið eftir að þegar pör fara út að borða, skiptir ekki máli á hvaða aldri þau eru, þá sitja þau ekki á móti hvort öðru heldur hlið við hlið. -Mjög skondið.

En jæja, ég held að þetta sé orðin allt of löng lesning og einnig tími til kominn að snúa sér aftur að verkefninu.
Ég sendi ykkur kveðjur frá sólinni....
Hasta luego...
-Eva

Saturday, April 15, 2006 

Hola!

Loksins erum vid komnar a afangastad...


Treyttar og hálfbugadar lentum vid í San José. Vid stauludumst afram flugvollinn sem hefur ekki verid fogur sjon - vid ufnar med bauga nidur a bringu. Vid thurftum to ekki ad orvaenta, tvi vid saum ljosid. A moti okkur tok skaelbrosandi kona med skilti sem a stod Olga y Eva.

Hannia Corralez fylgdi okkur heim i ibud og for svo med okkur i skodunarferd um baeinn. Hun syndi okkur alla helstu stadi, kenndi okkur a straeto og oll helstu rad til ad lata ekki gabba okkur ljoskurnar. Á fyrsta degi brutum vid oll laeknisradin sem vid fengum fyrir brottfor, en Hannia baud okkur ad borda maiskoku a veitingastad markadsins sem ekki nokkur islendingur hefdi sest inn a. Maiskakan rann hinsvegar ljuflega nidur asamt stórgódum kaffibolla frá Costa Rica. Vid erum enn heilsuhraustar...

Ibudin okkar er litil en kruttleg. I henni eru fjolmargir ibuar, misvelkomnir tó. Ekki nóg ad teir reyni ad éta frá okkur fátaekum namsmonnunum, heldur hafa teir faert sig upp á skaftid og hafa bodid sig velkomna upp i rumin til okkar. Allt hofum vid reynt til ad gera teim ljóst ad teir séu ekki velkomnir, en allt kemur fyrir ekki. Nú reynum vid ad nota the silent treatment og snúa baki í tá og láta sem teir séu ekki til. Vid skulum bida og sjá hvort tad muni virka... Tad verdur tó ad taka fram ad okkur hefur eitthvad ordid ágengt. Tad er ekki laust vid ad tad hlakki i manni tegar madur sér tá deyja haegum og kvalarfullum dauddaga eftir af hafa ordid okkar helsta vopni ad brád - skordýraeitrinu.


Costa Rica búar eru afar vingjarnlegir og allir hafa tekid okkur mjog vel. Vid hofum kynnst starfsmanni matvorubudarinnar a horninu sem kynnti okkur einnig fyrir vinum sinum. Tannig ad vid erum langt frá tví ad vera einar.


Tad er óhaett ad segja ad vid hofum upplifad eina fallegustu páskahátid hingad til. Í gaerkvoldi fórum vid í nágrannabae okkar tar sem mikil og stór dagskrá. Tad var bara fyrir tilviljun ad vid skruppum i gongutur og lentum svo í midri stórhátid. Vid tókum okkur stodu hjá odrum áhorfendum vitandi ad eitthvad var ad fara ad gerast. Eftir nokkra bid fór af stad ein rosalegasta skrúdganga sem vid hofum séd. Tháttakendur voru á ollum aldri, klaeddir í stórkostlega búninga.


Nú erum vid bara ad skoda okkur um og adlagast... Á mánudaginn fáum vid ad hitta dóttur Hannia tar sem taer maedgur aetla ad koma og eyda deginum med okkur. Á thridjudaginn byrjum vid ad vinna.

Bídum spenntar eftir ad heyra fréttir frá Nicaragua. Vonandi gengur allt jafn vel og hjá okkur.

Kvedja úr sólinni
Eva og Olga

Tuesday, April 11, 2006 

New York!


Vid, fataeku namsmennirnir Olga og Eva, thverneitudum ad panta okkur gistingu thessa nott sem vid millilendum i NY. Nu dusum vid kaldar og threyttar a grjothordum bekkjum og reynum ad sofna, tho ekki vaeri nema i nokkrar minutur. A bekknum vid hlidina situr svo thessi sTorskemmtilegi madur sem talar hastofum i sima og virdist nokk sama um okkur orthreytta nagrannanna.


Flugid til Costa Rica er kl. 6.40 og vid verdum lentar i San Jose um 9 ad stadartima. Naesta faersla verdur tvi eflaust um einhverjar nyjar og skemmtilegar upplifanir... Hedan af eru taer bara kaldir bekkir, nu og enn einn Mac Donalds stadurinn ;)


Kvedjum ad sinni fra New York
Eva og Olga

Thursday, April 06, 2006 

Rúmir fjórir dagar...

Hér sitjum við með auma handleggi og leggjum lokahönd á síðustu ritgerð vetrarins.
Við fórum í bólusetningu í dag - aðra umferð - og nú er ekki hægt að segja annað en við séum klárar í slaginn. Brottför til Costa Rica er á þriðjudaginn kl. 17.00.

Við höfum verið í tölvupóstsambandi við ritara CINPE (rannsóknarstofnun háskólans í Heredia, Costa Rica) og það lítur út fyrir að við munum lifa eins og fínar frúr - með sitthvort herbergið og allt til alls.
Páskahátíðin verður í fullum gangi þegar við komum út og við getum því ekki búist við að byrja að vinna fyrr en að henni lokinni. Við kvörtum þó ekki þar sem eflaust verður gott að jafna sig aðeins eftir langt ferðalag.

Síðasti skóladagurinn á morgun... Eftir viku verðum við í Costa Rica...


... Loksins

Eva og Olga

Um okkur

  • Við erum nemar á 2. ári í samfélags og hagþróunarfræði við háskólann á Akureyri. Við erum á leiðinni til Nicaragua og Costa Rika í apríl að vinna að rannsóknarverkefni á félagslegum þáttum orkunotkunar. Hér getið þið fylgst með okkur!
Um okkur
eXTReMe Tracker