Skoða Gestabók Skrifa Í Gestabók

« Home | Lífid í Costa Rica » | Flokkun frjálsra félagasamtaka í fullum gangi...He... » | Glókollarnir fimm » | Pura Vida » | Afmæli, CINPE, skrímsli og fleira.... » | Hola! » | New York! » | Rúmir fjórir dagar... » 

Thursday, May 11, 2006 

Framhaldssagan ógurlega....



Ef satt skal segja þá veit maður eiginlega ekki hvar maður á að byrja til þess að lýsa helginni sem leið. Síðasta helgi var sem sagt löng helgi þar sem það var frídagur á mánudaginn. Við vissum nú ekki af þessum degi fyrr en á laugardeginum en ákváðum þá að skunda af stað til Tortuguero sem er þjóðgarður við Karabískahafið. Til þess að komast þangað þurftum við að ferðast í um 4 tíma með rútu og 2 tíma með báti þar sem ekki er hægt að komast á staðinn á bílum. Við vorum ekki vissar hvort við mundum ná síðasta bátnum til staðararins en við ákváðum að slá til og athuga hversu langt við kæmumst og redda okkur þá gistingu ef til þyrfti.


Við héltum af stað til San José, vissar um að þetta yrði sko frábært ævintýri. Í rútunni sat við hliðina á okkur þessi viðkunnarlegi maður sem var í því að blikka til okkar og brosa. Þegar rútan síðan stoppaði í San José benti hann Evu á að fara á undan sér. Hún dreif sig upp en eitthvað misskildi hún manninn því hann smeygði sér á undan henni. Olga sat enn í sætinu sínu, eitthvað að vesenast með bakpokann sinn. Allt í einu "missti" herramaðurinn fyrir framan Evu eitthvað á gólfið. Hann byrjaði að leita á gólfinu og ýta Evu aftur á bak, sem var þó mjög erfitt þar sem rútan var pökkuð af fólki sem var að koma sér út.

Maðurinn gerði ekki annað en að strjúka tærnar og fæturna á Evu. Eva var nú ekki alveg sátt og frá henni fóru heyrðast mikil óhljóð sem urðu til þess að Olga lítur upp. Þá sér Olga að maðurinn fyrir aftan Evu var að ræna hana þannig hún gólar yfir allt; EVA, MAÐURINN ER AÐ RÆNA ÞIG!!! Eva sá þá að maðurinn fyrir aftan hana hélt á veskinu hennar en maðurinn fyrir framan hana skaust út. Maðurinn fyrir aftan brá heldur betur í brún þegar hann fattaði að við sáum hann halda á veskinu þannig hann missti það í sætið við hliðina á sér og brunaði út. - Þeir voru heldur betur í góðu "team-i" þeir félagar en við stöllur sáum sko við þeim, enda ekki fyrir alla að kássast upp á okkur víkingastelpurnar!!!
Hver segir svo að það borgi sig ekki að vera hávær?!?!?! ;)

En þetta endaði þó sem betur fer vel og héldum áfram ferðinni með peningana í sokkunum.

Næsti áfangastaður var bær sem heitir Cariari. Báturinn sem við þurftum að taka þaðan hafði farið fyrir ca 2 tímum og sá næsti fór ekki fyrr en 6 um morguninn. Við fundum okkur því þetta fínasta hostel, komum okkur fyrir og fórum rúnt um bæinn. Konan sem átti hótelið vildi allt fyrir okkur gera og bauð okkur að fara með dóttur sinni og vini á hátíð sem var rétt fyrir utan borgina. Við ákváðum að slá til enda voru þær mæðgur alveg frábærar. Hátíðin var yndisleg þar sem fólk var í því að dansa salsa og reggieton (vitum ekkert hvernig þetta er skrifað) hinsvegar þurftu allir karlmenn að ganga í gegnum líkamsskoðun til þess að komast inn, en það var nóg að kíkja ofan í töskurnar hjá okkur stelpunum.

Þegar leið á kvöldið fór Eva á salernið. Skyndilega stöðvaðist tónlistin og baðherbergið fylltist af trylltum stelpum. Ekki vissi hún hvað var að gerast en einhver sagði að það væru einhver slagsmál í gangi. Hún ákvað þar af leiðandi að hraða sér til Olgu og athuga hvort það væri ekki allt í lagi hjá henni. Olga var hólpin, en það höfðu þó ýmsir hlutir gerst sem litlu saklausu íslendingunum óraði ekki fyrir. Fyrir utan svæðið þar sem hátíðin var haldin varð skotárás. Ekki halda að við höfum verið í neinni hættu, en strákurinn sem við fórum með sagði allt í einu: I don't like this.....I don't like this..
Olga var nú ekki viss hvað hann var að meina og spurði hvað væri í gangi...og þá sagði gaurinn: I don't like this shooting!!!! "SHOOTING??" Já, við erum alveg fáránlega ljóshærðar og bláeigðar.

Þegar Eva kom til baka stóð Olga á gati þar sem hún hafði séð starfsmennina henda sér í gólfið og heyrt einhver læti, en þó ekki órað fyrir að þarna hafi verið skotáras.

En allt er gott sem endar vel, enginn særðist að okkar vitund og hátíðin hélt áfram eins og ekkert hafði í skorist. Verðum þó að viðurkenna að við stöllur vorum ekkert mikið æstar í að vera á staðnum mikið lengur enda fórum við stuttu eftir þetta.


Morguninn eftir vöknuðum við hressar og kátar að vanda, búnar að hrista af okkur viðburði gærdagsins og tilbúnar að takast á við daginn. Viðtók 2 klst. rútuferð um HRYLLILEGA vegi, en með rosalega fallegu útsýni, meðal annars yfir banana- og kaffiplantekrur. Eftir þá ferð þurftum við síðan að labba í um 20 mín til þess að taka bátinn til Tortuguero. Bátsferðin var hreint út sagt ótrúleg. Sáum fullt af dýrum á leiðinni og heyrðum í öpunum í trjánum rétt fyrir ofan okkur!! Náttúrufegurðin var hreint út sagt ótrúleg. Eva einmitt sagði að hefði hún verið búin að koma hingað áður en hún tók próf í náttúruheimspeki þá hefði úrlausn prófsins orðið allt önnur.

Tortuguero er sem sagt algjör náttúruperla. Í þorpinu sjálfu búa um 700 manns þar sem flestir byggja viðuværi sitt á túrisma. Þegar þangað var komið tók á móti okkur þeldökkur maður með rasta. Hann kyssti okkur í bak og fyrir og bauð okkur velkomnar. Hann bauð okkur hótelgistingu sem var 5 skrefum frá ströndinni á góðu prísi og var tilbúinn að gera allt fyrir okkur.

Við ákváðum að leigja okkur Kanóa til þess að róa um sýkin, njóta náttúrunnar og skoða dýralífið og VÁ...!!!! Þessu er ekki hægt að lýsa með orðum. Á meðan við sigldum um sýkin voru apar að stökkva og hlaupa um í trjánum fyrir ofan okkur, krókódílar að sigla við hliðina á okkur, flugfiskar að stökkva um í vatninu ásamt því sáum við fullt af eðlum, fugla og fiðrildi í öllum regnbogans litum. Hreint út sagt ótrúlegt!

Daginn eftir ákváðum við þó líka að leigja okkur kajaka enda náttúran svo ótrúleg þarna í kring og því ekki hægt að gera annað en að njóta hennar.

Við komum síðan heim aftur til Heredia seint á mánudagskvöldi þar sem við þurftum að halda áfram að vinna að verkefninu okkar.
Við höfum verið á fullu að reyna að redda okkur lista yfir NGO (non governmental organizations) sem eru að vinna hérna í Costa Rica, en það hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Við fórum til San José í gær til þess að hitta NGO sem hefur sérhæft sig í að hjálpa samtökum með lagarleg atriði. Þar fengum við mjög dýrmætar upplýsingar um hvað þarf til til þess að stofna NGO og hvaða reglum þau þurfa að fylgja.

Við fórum síðan á stað sem hann benti okkur á þar sem öll NGO þurfa að skrá sig til þess að athuga hvort við gætum fengið þann lista. Hinsvegar eftir mikið bras, og mikinn þvæling kom í ljós að við mundum þurfa borga $500 til þess að fá þessar upplýsingar. Það kom þó ekki að sök því ef CINPE sækir um þessar upplýsingar þá getum við fengið þær ókeypis :) Núna erum við þar að leiðandi að vinna að því að fá þessar upplýsingar....!

En jæja, þetta er orðið allt of langt....látum fylgja með nokkrar myndir úr ferðinni okkar....

Þessi mynd er tekin á göngunni að bátnum

Báturinn sem við sigldum með til Tortuguero, það var ekkert rosalega mikið vatn í sýkinu þannig það kom ekki ósjaldan fyrir að við strönduðum, en þá var bara hoppað úr bátnum og honum ýtt aftur af stað.

Hið ljúfa líf við Karabískahafið......


Lifið heil og sæl..
-Eva og Olga

dem it! Vá hvað er yndislegt þarna hjá ykkur.. náttúran er ótrúleg!! :D Ég trúi þessu bara varla.. úff.. huxið vel um hvor aðra! Sakna ykkar óhemju mikið..! ;) hérna gerist ekkert..

hahaha ævintýrin í paradís...hljómar sem frábær blanda :-)

hey, ég gleymdi að segja, Daninn sem er með ykkur er helvíti sætur, allavegana á myndum...eru þið ekkert á veiðum???? ;-)

Stelpur viljiði fara varlega!! Mér líst ekkert á þetta krókódílar, ræningjar og tásupervertar...
Olga ég treysti þér til að hafa vit fyrir Evu og passa uppá hana, veit að hún hefur ekki vit fyrir sér sjálf;) Ég veit að það er mikil vinna þar sem að hún er frekar mikill hrakfallabálkur en ég treysti þér í starfið;)
En gordjös náttúra þarna og áhugavert mannlíf.

Post a Comment

Um okkur

  • Við erum nemar á 2. ári í samfélags og hagþróunarfræði við háskólann á Akureyri. Við erum á leiðinni til Nicaragua og Costa Rika í apríl að vinna að rannsóknarverkefni á félagslegum þáttum orkunotkunar. Hér getið þið fylgst með okkur!
Um okkur
eXTReMe Tracker