Skoða Gestabók Skrifa Í Gestabók

« Home | Afmæli, CINPE, skrímsli og fleira.... » | Hola! » | New York! » | Rúmir fjórir dagar... » 

Wednesday, April 26, 2006 

Pura Vida


Við fórum til Manuel Antonio á helginni – strönd við kyrrahafið.
Þar var svakalegur, ógeðslegur, óbærilegur raki og við vorum blautar og skítugar allan tímann.

Þetta er hinsvegar algjör náttúruperla, sjórinn, ströndin, apar í trjánum fyrir ofan okkur og eðlur á gangstéttunum. Við gengum um gapandi alla helgina. Ég hef sjaldan komið á eins fallegan stað.

Við fengum líka að kynnast nýjum húsdýrum.


Manuel Antonio er nokkuð mikill ferðamannastaður. Þar gat maður pikkað út bandaríkjamenn úr margra kílómetra fjarlægð. Við hittum eldri hjón (bandarísk) sem lýstu í smáatriðum fyrir okkur hversu indælt lífið væri hérna. Sýndu okkur myndir af ferðum þeirra, heitapottinum í hótelsvítunni þeirra o.fl. Svo sögðu þau okkur frá fátækt fólksins hérna í Costa Rica... The children going to shcool, they didn’t have much... But they were happy.

Ég horfði upp á Evu kúgast.

Neinei, en við hittum svo líka tvær frábærar stelpur frá Bandaríkjunum. Þær náðu aðeins að lægja fordóma okkar gagnvart Bandaríkjamönnum eftir að hafa átt í samræðum við hjónin. Þær voru mjög hressar, þær voru klárar, töluðu góða spænsku og vissu heilmikið um Ísland! Þær voru kúl.

En núna erum við komnar heim og á fullu að vinna. Erum að leita uppi frjáls félagasamtök sem við ætlum svo að fara að heimsækja. Líklega byrjum við á því að föstudaginn... Mjög spennandi :)

Baráttan við húsdýrin hér heima er svo enn við lýði. Eva fórnfúsa heldur auðvitað áfram að bjarga mér úr klóm skrímslanna. Eins og þið sáuð á síðustu færslu Evu hugsar hún alltaf – first Olga, I come second. Um daginn vaknaði ég við að hún stóð æpandi uppi í rúminu mínu eftir að kakkalakki á stærð við andarunga gaf henni auga inni á baði. Hún hefur eflaust hugsað að fyrsta verk væri að vara mig við. Takk Eva, takk.


Skondið
* Hér eru engin götuheiti eða götunúmer. Ef þið viljið koma í heimsókn þurfið þið einfaldlega að minnast á Palí matvörubúðina. Svo þarf bara að tala í metrum – suður og norður og vona að maður endi á réttum stað... pósturinn gerir það víst yfirleitt aldrei.

*Konan sem vinnur hérna á bókasafninu virðist eiga skrautlegan fataskáp. Á mánudaginn mætti hún í appelsínugulri drakt... og þá á ég við: aPPeLsínuGulri. Í gær grænni... já græNNi og í dag mjööög bleikri. Spennandi í hverju hún mætir á morgun!


Þessa mynd set ég nú bara með til gamans. Hún var tekin á markaðnum um daginn. Hvern langar ekki í kjúkling núna! haha asqueroso!

En bless í bili
Olga

ahahahahaah þið eruð snillingar stúlkur.. þið megið eiga það.. en djöfsi.. ég sem var að spá í að koma í heimsókn... nú þýðir það ekkert fyrst þið getið ekki einu sinni sagt mér hvar þið eigið heima!!!:/
og ja auðvitað voru bara bandarísku stelpurnar kúl af því að þær þekktu ísland.. það eru nottlega bara bjánar sem vita ekki hvað ísland er!!!;)

ojjj... hvað þið eruð sveittar...

Have you already had any snakes found in your room???
Greetings Tahirih

Kíki hérna inn öðru hverju! Vona að Eva sé ekki að höstla þarna... ég er skíthrædd um að missa hana eitthvert til útlanda forever!!! Olga, nennirðu kannski að passa hana fyrir mig, fyrst Eva er svona dugleg að "passa" þig fyrir kakkalökkunum? ;)

Skemmtið ykkur "óggisla" vel! Samt ekki of vel, því ég kemst ekki til útlanda í bráð, svo ég vil ekki að aðrir séu þar að hafa of gaman...

Kv. Fanney Evuvinkona

Kv. Fanney

GaMAn gAmaN!!! Og hvenær komiði svo til Íslands???

HAhahaha! Já ég skal reyna ad hafa hemil á henni Evu ;)

Tahirih, not snakes, no, but a LOT of other funny and ugly creatures :S ;)

Vid komum til Íslands 15. júní. Ég býst svo vid ad fara bara vestur samdaegurs :)

Post a Comment

Um okkur

  • Við erum nemar á 2. ári í samfélags og hagþróunarfræði við háskólann á Akureyri. Við erum á leiðinni til Nicaragua og Costa Rika í apríl að vinna að rannsóknarverkefni á félagslegum þáttum orkunotkunar. Hér getið þið fylgst með okkur!
Um okkur
eXTReMe Tracker