Skyndiákvarðanir og Monteverde...
Við vorum þó með nokkrar áhyggjur því við komum á staðinn eftir myrkur og höfðum enga gistingu eða hugmynd um hvar væri hægt að fá slíka. Við þurftum hinsvegar ekki að hafa neinar áhyggjur því þegar við komum tók á móti okkur skari af fólki með allskonar gylliboð um frábæra gistingu. Við ákváðum að ákveða ekki neitt strax, tókum bæklinga frá öllum og ætluðum að fara yfir þetta í rólegheitum. Hinsvegar varð einn maðurinn eftir og undirbauð öll hin hótelin þannig við gistum á frábærum stað fyrir einungis $5 á nóttina! Vorum með heitt vatn og alles sem var algjör lúxus.
Á laugardeginum ákváðum við stöllur að skella okkur í Canopy túr þar sem maður flýgur um loftin blá í gegnum skógin á tilgerðum vírum og sér skóginn með augum fuglanna. Þetta var alveg mögnuð ferð og skemmtum við okkur konunglega þó maður hafði verið á köflum nánast að pissa í buxurnar af hræðslu.

Bara magnað útsýni!!
Eins og sést á myndinni var Olga algjör prófessjónal, það er eins og hún hafi ekki gert neitt annað allt sitt líf :)
Hinsvegar var ein óvænt uppákoma þegar túrinn var við það að enda. Allir þurftu að príla upp á einhvern rosalegan pall þar sem maður var hengdur upp á einhvern spotta sem var bundinn í tré og labba fram af pallinum og sveifla sér eins og Tarzan gerði! Ég held að það sé eitt að því rosalegasta sem ég hef gert enda var hræðilegt að þurfa að labba fram af pallinum!!!
Eins og sést á myndinni er spottinn ekki beint stuttur og ég held að ég sé ekki að ýkja þegar ég segji að ég hafi nánast pissað á mig úr hræðslu eins og sést á næstu mynd!
Hinsvegar var þetta alveg þess virði og við skemmtum okkur konunglega í tæpa 3 tíma þar sem við svifum um loftin blá.
Eftir túrinn fórum við síðan í gönguferð um skóginn sem var alveg magnaður.
Eins og þið sjáið þá er engin smá stærð á þessum trjám
Útsýnið frá hótelinu okkar
Annars var Allan danski gaurinn að koma til okkar og bjóða okkur með sér í ferð til Montezuma í dag. Ég held bara að við ætlum að skella okkur þar sem við höfum verið svo duglegar að vinna alla vikuna, sem við eyddum nánast allri í San José í upplýsingaöflun. Þannig nú þurfum við að drífa okkur af stað heim, pakka saman og bruna til San José þar sem enn nýtt ævintýri mun hefjast....;)
Ég bið bara að heilsa ykkur öllum og farið vel með ykkur.... :) og auðvitað sendir Olga ykkur öllum kveðjur...;)
-Eva
Halló..
Jæja ég er kominn í sveitasæluna og orðinn bóndi..já og skemmti mér vel..náði mér reyndar í helvítis kvef hérna í drullu kuldanum á Íslandi.
Sendi ykkur póst um daginn um penge;) skoðið hann endilega:)
Annars ofunda ég ykkur að vera þarna ennþá..og ofunda ykkur að eiga eftir að fara til New York en hún var æði.
Hafið það gott elskurnar
Þura
Posted by
Anonymous |
3:21 PM
Gott ad heyra tura min ad allt hefur gengid vel hja ter...:D
Hinsvegar hofum vid ekki fengid neinn post fra ter...gaetiru sent hann aftur??
kv. Eva
Posted by
Anonymous |
11:57 AM